5.4.07
Upplifun
Hversu mikilvæg er upplifun fyrir skilning og viðhorf?
Ég held að upplifun sé lykilatriði. Í hvert sinn sem maður upplifir eitthvað nýtt breytast viðhorf manns. Fordómar eru hjá þeim sem ekki vita neitt um málið. Upphaflega er maður með ranghugmyndir um allt og eftir því sem maður kynnist heiminum áttar maður sig á betur og betur á því. En það er einmitt hugmyndin með skiptinema prógrömmin. Að brjóta niður fordóma með því að kynnast heiminum. Jæja, hvert leiða þessar heimspekilegu pælingar?
Í frumskóginn, þar sem Tinna sýndi það sem við fyrstu sýn virtist vera hugrekki en reyndist einungis vera forvitni, og tók risa-könguló í lófann. Við Óli vorum í gær að skoða á bak við tjöldin í Field safninu. Það er risa risa stórt safn. Tugir ef ekki hundruðir vísindamenn stunda þar allskonar rannsóknir og sýndu gestum í gær ýmislegt í sambandi við þær. Og þar var einmitt einn vísindamaður með tarantúlu.
Fyrst stökk ég upp af hræðslu við hana en þegar ég sá öll sjö ára börnin sem voru að halda á henni þá langaði mig líka að halda á henni. Ég var svona aðeins var um mig, leist ekkert alveg á blikuna en um leið og hún skreið á mig þá breyttist allt. Hún var svo mjúk og létt. Og sæt og krúttleg. Um leið og ég hélt á henni fannst mér hún ekki lengur ógnandi heldur fann ég frekar til væntumþykju. Þetta var mjög merkileg upplifun fyrir mig.
Maður er alltaf að reyna að vera svo meðvitaður. Ekki vera með fordóma gagnvart þjóðflokkum eða þjóðfélagsstéttum. Sagan kennir manni það. Hins vegar lærir maður hvergi réttu afstöðuna til margfætlinga. Það er "í lagi" að vera með fordóma gagnvart skorkvikindum eða kongulóm. Þannig að maður finnur það miklu sterkar þegar þannig fordómar brotna niður, maður er ekki meðvitað að berjast við þá. Mér fannst þetta alveg æðislegt. Svo góð tilfinning að heill flokkur tilfinninga (tilfinningar gagnvart margfætlingum) sé núna búinn að breytast úr því að vera mest megnis neikvæðar í að vera jákvæðar.
Ég held að upplifun sé lykilatriði. Í hvert sinn sem maður upplifir eitthvað nýtt breytast viðhorf manns. Fordómar eru hjá þeim sem ekki vita neitt um málið. Upphaflega er maður með ranghugmyndir um allt og eftir því sem maður kynnist heiminum áttar maður sig á betur og betur á því. En það er einmitt hugmyndin með skiptinema prógrömmin. Að brjóta niður fordóma með því að kynnast heiminum. Jæja, hvert leiða þessar heimspekilegu pælingar?
Í frumskóginn, þar sem Tinna sýndi það sem við fyrstu sýn virtist vera hugrekki en reyndist einungis vera forvitni, og tók risa-könguló í lófann. Við Óli vorum í gær að skoða á bak við tjöldin í Field safninu. Það er risa risa stórt safn. Tugir ef ekki hundruðir vísindamenn stunda þar allskonar rannsóknir og sýndu gestum í gær ýmislegt í sambandi við þær. Og þar var einmitt einn vísindamaður með tarantúlu.
Fyrst stökk ég upp af hræðslu við hana en þegar ég sá öll sjö ára börnin sem voru að halda á henni þá langaði mig líka að halda á henni. Ég var svona aðeins var um mig, leist ekkert alveg á blikuna en um leið og hún skreið á mig þá breyttist allt. Hún var svo mjúk og létt. Og sæt og krúttleg. Um leið og ég hélt á henni fannst mér hún ekki lengur ógnandi heldur fann ég frekar til væntumþykju. Þetta var mjög merkileg upplifun fyrir mig.
Maður er alltaf að reyna að vera svo meðvitaður. Ekki vera með fordóma gagnvart þjóðflokkum eða þjóðfélagsstéttum. Sagan kennir manni það. Hins vegar lærir maður hvergi réttu afstöðuna til margfætlinga. Það er "í lagi" að vera með fordóma gagnvart skorkvikindum eða kongulóm. Þannig að maður finnur það miklu sterkar þegar þannig fordómar brotna niður, maður er ekki meðvitað að berjast við þá. Mér fannst þetta alveg æðislegt. Svo góð tilfinning að heill flokkur tilfinninga (tilfinningar gagnvart margfætlingum) sé núna búinn að breytast úr því að vera mest megnis neikvæðar í að vera jákvæðar.
Comments:
<< Home
Hugrökk stelpa!! Líst vel á þig;) Ég veit hreinlega ekki hvort að ég hefði lagt í að halda á svona stykki.. Ég er reyndar svo viðkvæm að mér verður óglatt þegar ég sé merki/skilti sem segir "bílastæði blóðgjafa" (hjólaði fram hjá Blóðbankanum í gær) svo það er kannski ekki alveg að marka.. Kiss kiss Svava
Sensitíva Svava mín, þú verður endilega að gefa blóð og komast yfir þetta. Óli var svaka lofthræddur og þegar hann klifraði upp vegg í fyrsta sinn komst hann kannski upp 2 metra áður en hann byrjaði að skjálfa og svitna og emja um að vilja fara niður. En núna, 3 árum seinna, þá klifrar hann eins og köttur upp á hæstu hæðir og er ekkert hræddur.
Skrifa ummæli
<< Home