24.4.07

Prelims!!

Það hlaut að koma að því að ég myndi taka "the prelims", en það eru einskonar inntökupróf í doktors-prógrammið. Þau verða í næstu viku svo ég er á skrilljón að læra og undirbúa mig. Þessi próf virka þannig að prófessorarnir í nefndinni mans gefa manni eina spurningu hver og maður fær tvo tíma til að svara hverri. Ég er með 4 prófessora í nefndinni minni svo það gera 8 tímar í próf. Svolítið klikk.

Prófessorarnir hér eru mis chillaðir svona eins og gengur. Einn þeirra chilluðustu sagði mér frá tvemur spurningum og að ég mætti velja eina. Ég gerði það og núna er ég að reyna að mynda mér skoðun á því af hverju koldíoxíð hækkar stundum á undan og stundum á eftir rúmmál íss á jörðu (í jöklum og íshellum). Upplýsingar um magn CO2 í andrúmsloftinu í gegnum aldirnar er varðveitt í ískjörnum og rúmmál íshellanna er varðveitt í neðansjávar setlagakjörnum. Þegar menn bera þessi gögn saman kemur í ljós að stundum (á sumum jökulskeiðum) byrjar CO2 að lækka og síðan eykst umfang íss á landi en stundum byrjar umfang íss að aukast áður en CO2 lækkar. Þetta er búið að valda vísindamönnum hugarangur í þónokkuð mörg ár og það sem ég á að gera fyrir þennan prófessor er að mynda mér skoðun á því hvers vegna þetta er málið. Svolítið gaman.

Annars fórum við Óli að klifra í gær og það var alveg klikk gaman. Ég klifraði fullt af brautum og var ekki í neinum vandræðum með það nema þegar kom að seinasta kubbnum. Í mörgum brautum get ég ekki seinasta kubbinn og það er ekki af því að ég get það ekki punktur. Það er af því að einhver rödd inní mér segir mér að þessi kubbur sé geðveikt langt í burtu og ég geti örugglega ekki náð í hann. Og þá er ég bara, "æhh, ég get örugglega ekki náð þessum kubb..." Og þá næ ég honum ekki. Geðveikt pirrandi. En það sem var gaman að við erum orðin svo góð að við erum ekki lengur lélegust. Núna erum við þetta fólk sem reynum við einhverja braut sem byrjendurnir eru að reyna við aftur og aftur og getum hana í fyrstu eða annari tilraun. Ég heyrði meira að segja eina stelpu segja "vá, hún lætur þetta líta út fyrir að vera svo auðvelt" þegar ég var að klifra eina braut. Ha ha, ekkert smá gaman.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?