8.4.07

Gleðilega páska!

Ég vona að allir hafi fengið páskaegg því mér finnast páskaegg æðisleg.

Það fer ekki mikið fyrir páskunum hérna í Chicago. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki einu sinni að það væru að koma páskar fyrr en ég spjallaði við mömmu í síma og hún lýsti yfir hneikslan sinni á því að það væri unnið á föstudaginn langa.

Við vorum samt ekki í vandræðum með að vippa fram veislu og í morgunmat var heitt kakó (úr alvöru súkkulaði) en það er hefð sem maðurinn minn kemur með inn í heimilishaldið okkar. Sem er bara gott mál. Síðan vorum við líka með reyktan silung sem minnti mig svo mikið á föðurlandið mitt að ég táraðist í öllum hátíðleikanum.

En nú verð ég að fara út því ég get ekki hætt að borða páskaeggið og mér er orðið illt í maganum.

Comments:
Gleðilega páska kæru hjónakorn.

Við vorum með alltof mikið af eggjum og þurfum aðstoð við átið.
 
Já, við hefðum betur beðið um aðstoð líka.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?