14.4.07
Almáttugur góður guð á himnum
Oftar sem áður þá er ég í sjokki þegar ég byrja að blogga. Þetta er sagan mín.
Ég er að vinna verkefni (svakalega spennandi og cutting edge verkefni) með virtasta prófessornum. Hann er, eins og margir virtir prófessorar, sérvitringur og kemur ekki vel saman við hvern sem er. Nema hvað. Mitt verkefni er búið að vera það að reikna correlation dimension fyrir fraktala sem ég hef búið til. Ekkert nema gott mál. Hann gefur mér tvo pappíra sem hann skrifaði þegar ég var á leikskóla og ég reyni að stauta mig í gegnum þá. Síðan fer ég að reikna. Byrja á einföldu dæmi. Reikna í höndunum til að byrja með. Fæ ekki rétt svar. Kóða upp vandamálið, kannski er málið að ég var ekki með nógu marga punkta. Nei, virkar ekki enn. Mana mig upp í að segja prófessornum frá vandamálinu, hann verður strax súr. Segir samt að ég sé að gera rétt, kannski villa í kóðanum, ætti að virka vel. Ég ætti að byrja á ofureinföldu dæmi. Aftur við skrifborðið, reyni einföld dæmi, reyni mismunandi fraktala, kannski er þessi eini fraktall eitthvað frábrugðinn. Nei, ekki málið. Er að grípa í þetta endrum og sinnum því hann er aldrei við en David er alltaf við svo mér finnst meira áríðandi að hann sé ánægður. Mánuður liðinn og ekki komin lausn á vandamálinu. Og það versta er að hvar sem maður heyrir minnst á þessa aðferð byrja menn á að segja "það besta við þessa aðferð er hvað hún er einföld og létt að kóða hana". Ég byrja að íhuga að hætta í doktorsnámi. Gengur ekki betur við það. Alveg að missa vitið. Fer á netið, skoða á mismunandi síðum hvernig menn reikna þetta spliff. Hmmm, samanlagður fjöldi punkta ekki samanlagðar vegalengdir. Lausnin komin. Ég hafði mislesið eitt orð. Guð minn góður. Hverskonar misskilningur. Æ æ æ. Þvílíkur léttir. Nú get ég farið og talað við prófessorinn: velkominn aftur! Já já, löngu búin að finna útúr þessu, minnsta málið, það besta við þessa aðferð er hvað það er létt að kóða hana.
Ég er að vinna verkefni (svakalega spennandi og cutting edge verkefni) með virtasta prófessornum. Hann er, eins og margir virtir prófessorar, sérvitringur og kemur ekki vel saman við hvern sem er. Nema hvað. Mitt verkefni er búið að vera það að reikna correlation dimension fyrir fraktala sem ég hef búið til. Ekkert nema gott mál. Hann gefur mér tvo pappíra sem hann skrifaði þegar ég var á leikskóla og ég reyni að stauta mig í gegnum þá. Síðan fer ég að reikna. Byrja á einföldu dæmi. Reikna í höndunum til að byrja með. Fæ ekki rétt svar. Kóða upp vandamálið, kannski er málið að ég var ekki með nógu marga punkta. Nei, virkar ekki enn. Mana mig upp í að segja prófessornum frá vandamálinu, hann verður strax súr. Segir samt að ég sé að gera rétt, kannski villa í kóðanum, ætti að virka vel. Ég ætti að byrja á ofureinföldu dæmi. Aftur við skrifborðið, reyni einföld dæmi, reyni mismunandi fraktala, kannski er þessi eini fraktall eitthvað frábrugðinn. Nei, ekki málið. Er að grípa í þetta endrum og sinnum því hann er aldrei við en David er alltaf við svo mér finnst meira áríðandi að hann sé ánægður. Mánuður liðinn og ekki komin lausn á vandamálinu. Og það versta er að hvar sem maður heyrir minnst á þessa aðferð byrja menn á að segja "það besta við þessa aðferð er hvað hún er einföld og létt að kóða hana". Ég byrja að íhuga að hætta í doktorsnámi. Gengur ekki betur við það. Alveg að missa vitið. Fer á netið, skoða á mismunandi síðum hvernig menn reikna þetta spliff. Hmmm, samanlagður fjöldi punkta ekki samanlagðar vegalengdir. Lausnin komin. Ég hafði mislesið eitt orð. Guð minn góður. Hverskonar misskilningur. Æ æ æ. Þvílíkur léttir. Nú get ég farið og talað við prófessorinn: velkominn aftur! Já já, löngu búin að finna útúr þessu, minnsta málið, það besta við þessa aðferð er hvað það er létt að kóða hana.
Comments:
<< Home
Nákvæmlega Vala hahaha ég skil ekki boffs í þessu. Ég fór nú bara að hugsa um spliff, donk og gengju þegar ég las þetta :)
Ha ha ha! Fraktali er mynstur sem breytist ekki eftir því sem þú zoom-ar inn á það. wiki
Sjá einnig svaka kúl fraktall sem ég bjó til um daginn
Sjá einnig svaka kúl fraktall sem ég bjó til um daginn
Í Chicago er meira að segja fraktall í matinn. Ég keypti nefnilega fraktals blómkál í gær sem verður borðað í kvöld.
Sjá mynd.
Sjá mynd.
Er fraktali semsagt mynd í ógeðslega góðri upplausn??? :) Þessi fræði eru ekki mín sterkasta hlið...
Ja, thad er rett, en thad sem meira er ad myndin lytur meira og minna eins ut ohad thvi hversu nalaegt thu skodar.. Eins og til daemis strandlengja, sed ur gervihnott er hun kraeklott en thad skiptir ekki mali hversu nalaegt thu kemur ad henni, hun er nokkurnvegin eins i laginu, alltaf jafn kraeklott. Strandlengja er daemi um fraktal.
Já, nei nei. Þetta er ekkert flókið. Ég veit nákvæmlega hvað fraktali er núna. Eða ekki. Allaveganna til hamingju Tinna mín með að hafa fattað þetta:) Frábært þegar hlutirnir eru ekki eins flóknir og þeir virðast í fyrstu. Enda er það sjaldnast þannig. Týpískt að mislesa eitthvað orð. Týpískt eitthvað sem ég myndi líka gera í einhverri fljótfærni. Hey, best að hætta þessu málæði (eða skrifræði;)) réttara sagt.. Kiss kiss Tinna mín og BRAVÓ fyrir þér. Hæ Vala og hæ Fribba og hæ Óli:)
Skrifa ummæli
<< Home