7.3.07

Voðalega lasin

Er það sem við hjónin erum núna. Til dundurs milli þess sem við hnerrum og snýtum okkur horfum við á sjónvarp og spilum. Það tók okkur allan daginn að spila Trivial Pursuit. Við eigum upphaflegu útgáfuna sem gefin var út fyrir kannski 20 árum síðan. Það er því mjög mikið af 20 ára gömlum spurningum. Sérstaklega þykja okkur bleiku og appelsínugulu spurningarnar erfiðar. En okkur þykja þær reyndar erfiðar í nýju útgáfunum líka. T.d. þá fékk ég mína bleiku köku með því að giska á nafnið Davis Junior og nú man ég hvorki spurninguna né fyrra nafnið sem Óli gaf mér sem vísbendingu. Það fannst okkur fyndið. Þetta er alveg hrikalega sorglegt ástand hérna á heimilinu.

Um daginn horfðum við á myndina "Idiocracy". Mér fannst hún alveg frábær, Óla fannst hún svona ágæt. Hún gerist í framtíðinni, árið 2505. Ég treysti mér ekki til að útskýra um hvað hún fjallar, vil bara koma því á framfæri að ég mæli með henni. Síðan horfðum við á The Illusionist sem er líka skemmtileg.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?