11.3.07

Trú

á mannkynið. Er mikilvægt að hafa. Það er ekki alltaf auðvelt. Stundum er hún í lágmarki (undanfarið). Og þá er bara eitt sem getur gerst. Hún eykst. Rétt í þessu var ég að lesa í The Economist að Texas hefði farið fram úr Kaliforníu hvað varðar framleiðslu á raforku með vindorku. Texas. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki mikla trú á Texas til eins eða neins.

Áætlað er að opna tvær etanól verksmiðjur í Texas á þessu ári og þá þriðju á því næsta. Það er skref í rétta átt. Etanól er ekkert súper umhverfisvænt en það er skörinni betra en olía. Á hinn bóginn er á döfinni að opna fleiri en 12 kola-orkuver í Texas, án nýtísku hreinsibúnaðs. Þetta ruglar mann í ríminu. Hver er heildar skoðunin á Texas? Niðurstaðan mín er að það færðist upp um eitt þrep. +2 fyrir vind og ethanól, -1 fyrir kola-orkuver.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?