17.3.07
Sunna systir mín
er 19 ára í dag. Stóra litla systir mín. Ég man ekki eftir 19 ára afmælinu mínu. Mér fannst ekki merkilegt að verða 19 ára. 19 er einhvernvegin frekar asnaleg tala. 18 er svaka kúl og 20 má maður fara í ríkið sem er léttir en 19, maður er ekki lengur átján en ekki orðinn tvítugur. En, maður getur huggað sig við það að þetta er síðasta tánings-árið, og það er sko léttir. Eftir að vera búinn að vera táningur í 6 ár á maður skilið að það sjöunda sé það síðasta. Þó það sé í sjálfu sér yndislegt að vera táningur. Eða þannig. Stundum.