9.3.07
Kjukklingasoð
Nammi namm.. Hér í Bandaríkjunum ríkir mikil trú á kjúklingasoði. Chicken soup. Það er málið. Þar sem ég er nú búin að vera veik í hátt í viku og horfurnar ekki góðar ákveð ég að reyna á það. Ég á heila fernu af kjúklingasoði og sýð hana alla. Set pínu pipar og helli mér í stórt glas. Ok, ekki stórt, lítið. Mér óar við því að drekka þetta en læt til skarar skríða. Ekki svo slæmt, en mér líður ekki betur, hvar er þolinmæðin? Næst á dagskrá er að stappa þrem vænum kartöflum útí og smá hvítlauk, og sjá hvað gerist. Ég er búin að lifa á dominós, subway og núðlusúpu undanfarna daga svo þetta hlýtur að hrökkva mér í gang.
Maðurinn minn er núna í flugvél á leið til Boston. Þaðan flýgur hann síðan til Íslands og verður í tvær vikur. Það er hundleiðinlegt að vera lasinn einn því er ekki um annað að ræða en að láta sér batna.
Maðurinn minn er núna í flugvél á leið til Boston. Þaðan flýgur hann síðan til Íslands og verður í tvær vikur. Það er hundleiðinlegt að vera lasinn einn því er ekki um annað að ræða en að láta sér batna.