31.3.07

Hversdagsleikinn kominn á stjá á ný

Að koma heim frá the Bahamas er ekki auðvelt. Á Bahamas er enginn hversdagsleiki. Í Chicago er hann allsráðandi. Í Chicago þarf maður að vaska upp, þvo þvott, kaupa í matinn og vinna. Núna er ég með það verkefni að skrifa styrk-umsókn. Ganni styrk-umsókn. Þetta er æfing í að skrifa styrk umsókn og ég á að skrifa um verkefni sem ég ætla ekkert að vinna í og satt að segja er aðeins skeptísk á. Reyndar er þetta skólabókardæmi um hvernig lífið virkar. Til að fá að gera eitthvað skemmtilegt verður maður að gera eitthvað leiðinlegt. Til að fá að fara til Bahamas þarf maður að skrifa styrk umsókn. Þegar ég set þetta svona fram þá átta ég mig á því að þetta er frekar ódýr ferð til Bahamas. Það er svo sem ekki mikið mál að skrifa styrk umsókn. Ég veit ekki hvað ég er alltaf að barma mér yfir minnstu hlutum.

Við fórum á yndislegan veitingastað í gær og ég fékk kræklinga. Ó hvað ég elska kræklinga. Ég skil ekki í því að Íslendingar skuli ekki borða meira af kræklingum. Þeir eru upp um allar strendur. Þetta var ítalskur fjölskyldu veitingastaður og mér sýndust bara vera mafíósar þar inni. Allt svona nett skuggalegt fólk með yfirvaraskegg eða kryppu og vatsgreitt hár. Síðan fórum við á tónleika og það var sko gaman. Svolítið funky jazz og síðan söng svört kona sem var náttúrulega himnesk.

Comments:
Iss, piss, komdu til Indlands, þar eru ALLIR með yfirvaraskegg, óháð kyni. True story :o)
 
bahamas..hnuss.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?