31.3.07
Hvað er mikilvægt?
Ég er alltaf í einhverri eilífðar tilvistarkreppu. Hvernig réttlætir maður eyðileggingu mannskepnunnar? Það fer sennilega eftir því hver maður er. Ef maður er vistfræðingur þá segir maður:
"Jú, mannskepnan er "ecological engineer" alveg eins og bjórinn. Bjórinn býr til stíflur til að fanga fisk, það er það eina sem hann kann. Mannskepnan býr til garðyrkjureit, vindmyllu, flugvél ... og hver tegund verður að gera það sem er henni fyrir bestu. Kemur aftur til Darwins, survival of the fittest, við erum bara að gera það sem er eðlilegt, það sem náttúran ætlast til."
Ef maður er ekki vistfræðingur eða bankastarfsmaður þá er maður bara með eilífan höfuðverk yfir allri þessari mengun og eyðileggingu. How to be good? Nick Hornby er með góða sögu um hvernig má fara að því. Ég er ennþá að reyna að finna útúr því.
"Jú, mannskepnan er "ecological engineer" alveg eins og bjórinn. Bjórinn býr til stíflur til að fanga fisk, það er það eina sem hann kann. Mannskepnan býr til garðyrkjureit, vindmyllu, flugvél ... og hver tegund verður að gera það sem er henni fyrir bestu. Kemur aftur til Darwins, survival of the fittest, við erum bara að gera það sem er eðlilegt, það sem náttúran ætlast til."
Ef maður er ekki vistfræðingur eða bankastarfsmaður þá er maður bara með eilífan höfuðverk yfir allri þessari mengun og eyðileggingu. How to be good? Nick Hornby er með góða sögu um hvernig má fara að því. Ég er ennþá að reyna að finna útúr því.