10.3.07

Ekki frá því ...

að þetta kjúklingasoð hjálpi. Búin með hátt í líter af kjúklingasoði. Og mér líður betur. Núna verð að verða aðeins frískari svo ég geti farið að halda brjáluð partí!! núna þegar ég er ein í kotinu. Djók Óli minn.

Annars er það helst í fréttum að ég er dottin inní enn eina sjónvarpsseríuna. Sópranós var nú eiginlega þröngvað upp á mig og núna er ég orðin svaka spennt. Búin að horfa á 8 þætti en myndin sem ég er að fara að horfa á núna heitir Antonia. Í röðinni á netflix eru síðan

> Como agua para chocolate (1992)
> Persuasion (1995)
> Babettes gæstebud (1987)
> The Goodbye Girl (1977)

Ég er svo spennt fyrir því að sjá þessar myndir. Þær komu upp þegar ég sagði "Angie´s Movie Genius" að uppáhalds myndirnar mínar eru When Harry met Sally og A room with a view. Angie vinkona mín er búin að vera að vinna í Netflix þrautinni og í leiðinni varð þetta tæki til. Þið getið beðið hana um aðgang til að prófa, gæti komið ykkur skemmtilega á óvart. Ekki hika við að biðja hana um aðgang. Ég er búin að segja henni að ég sé búin að auglýsa þetta á blogginu mínu og hún megi búast við her af Íslendingum að biðja um aðgang.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?