6.2.07
Wall Street Journal
Er dagblaðið sem við erum áskrifendur að þessa stundina. Við vorum með New York Times en nú erum við með WSJ. Ég er ekki nógu ánægð með þetta dagblað. Fyrir það fyrsta er það með fokkt-öpp skoðanir. Það er nóg til að eyðileggja fyrir manni daginn að lesa op-ed síðuna. Í öðru lagi eru 95% greinanna um fjármál, vísitölur, fyrirtæki, CEO's, viðmiðunarbil, reglugerðir, blahhh. Meira að segja veitingahúsaumfjöllunin takmarkast að skipulagi veitingastaðsins og hvar hvaða ríkur og frægur gaur situr. Ljósi punkturinn er að þeir setja alltaf eina grein fyrir makann. Í gær var grein um aðgerðir í Kína tengdum hreinsun fyrir ólympíuleikana. Þessi hreinsun var af tungumálatoga og fer þannig fram að fólk sem kann ensku, vel, fer útum allt og finnur skilti sem á stendur eitthvað furðulegt eins og Show Mercy to the Slender Grass. Í dag var grein um hversu miklu sálarangri evite þjónustan veldur sumu fólki. Ég er alveg hissa á því hversu vinsælt og virt þetta dagblað er miðað við hversu hrútleiðinlegt(95%) og hrokafullt það er.
Efnisorð: nöldur
Comments:
<< Home
Ég sé tvennt í stöðunni:
a)greiða bara 5% af áskriftargjaldi
eða
b)segja áskriftinni upp og hætta þar með að syrkja stoðir kapítalismans og leiðinlegs ritefnis
a)greiða bara 5% af áskriftargjaldi
eða
b)segja áskriftinni upp og hætta þar með að syrkja stoðir kapítalismans og leiðinlegs ritefnis
Já einmitt. Annars getur þú Orri minn bara valið Other og síðan skrifað Orri í nafnareitinn en skilið hinn reitinn eftir auðan.
Skrifa ummæli
<< Home