27.2.07

Vinkona úr fortíðinni

Vinkona mín síðan ég var 13 og 14 ára úti í Singapúr, Ana Lúcia, hafði samband við mig í gærmorgun. Hún sendi mér email um það að hún væri búin að leita að mér hátt og lágt og ef ég væri ég, endilega skrifa til baka. Nú ég er náttúrulega ég svo ég skrifaði strax til baka. Svaka gaman að heyra frá þér, hvað er að gerast, bla bla bla. Og bara, ekkert svar. Þessi stelpa hafði samband við mig fyrir svona 7 til 8 árum síðan og það var sama sagan. Hún svaraði ekki bréfunum mínum. Ég skrifa heillangt bréf um hvað ég er að fást við því það er nú svona það fyrsta sem maður segir, til að 'catch up'. Eða það hélt ég. Nú er ég farin að halda að ég skrifa alltaf svo leiðinleg bréf að hún bara nennir ekki að svara þeim. Hvað gæti verið í gangi? Ég bara skil þetta ekki.

Comments:
Fær hún bréfin? ég myndi fá á tilfinninguna að svo væri ekki.. sérstaklega ef þetta hefur gerst oftar en einu sinni..
 
Heyrðu! Búin að fá svar. Kom í ljós að hún fékk bréfin en er bara svona upptekin. Enda tískuhönnuður!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?