8.2.07
Svakalega svekkjandi
Er búin að vera í samskiptum við samstarfsmann minn á vesturströndinni og vinna heilmikið í því verkefni upp á síðkastið. Búin að fínkemba kóðann og spá allt of mikið í breytum og tölvuspiffi. Hann segir að allt líti svaka vel út en ég sé ekki búin að breyta einhverju einu. Þá ætti þetta bara að virka. Ég svo spennt að ég get ekki setið kjur meðan ég breyti þessu. Og hvað? Virkar ekki neitt. Urghh.
Hvernig viðmót á maður að vera með þegar svona gerist. Kannski taka hana Aliya til fyrirmyndar og "dust my self up and try again"? Ég ætti sennilega að slökkva á SigurRós. Það er mjög gott fyrir sálina að blogga. Maður sér hlutina í betra ljósi þegar þeir eru komnir á blað/skjá. Bara fyrir tvemur mínútum var ég alveg niðri í sjálfsvorkunardalnum. En núna hljómar Björk í græjunum, syngjandi um að ef ég kvarta einu sinni enn mun hún koma með her af sér.
Ég ætti að spá aðeins meira í þessu vandamáli því ég er síðan að fara að versla í matinn allskonar góðgæti í matarboð morgundagsins. Tilvonandi brúðhjón eru að koma í mat til okkar og þá verður nú aldeilis að bjóða upp á eitthvað gllæsilegt. Jei.
Hvernig viðmót á maður að vera með þegar svona gerist. Kannski taka hana Aliya til fyrirmyndar og "dust my self up and try again"? Ég ætti sennilega að slökkva á SigurRós. Það er mjög gott fyrir sálina að blogga. Maður sér hlutina í betra ljósi þegar þeir eru komnir á blað/skjá. Bara fyrir tvemur mínútum var ég alveg niðri í sjálfsvorkunardalnum. En núna hljómar Björk í græjunum, syngjandi um að ef ég kvarta einu sinni enn mun hún koma með her af sér.
Ég ætti að spá aðeins meira í þessu vandamáli því ég er síðan að fara að versla í matinn allskonar góðgæti í matarboð morgundagsins. Tilvonandi brúðhjón eru að koma í mat til okkar og þá verður nú aldeilis að bjóða upp á eitthvað gllæsilegt. Jei.