4.2.07

Þorrablót 2007 Chicago

Við Óli hættum okkur lengst út í myrkustu úthverfi til að sýna okkur og sjá aðra. Það var rífandi snilld. Við fengum góðan mat, unnum í raffelinu og ég kynntist strák. Hann heitir Peter og mamma hans heitir Amanda. Þau eru ekki af íslensku bergi brotnu heldur komu á þorrablótið til að Peter gæti spjallað á íslensku við Íslendinga. Peter hefur komið í alla helstu fjölmiðla á Íslandi vegna þess að hann er búinn að læra íslensku upp á eigin spýtur í um það bil ár og talar hana snuðrulaust (flawlessly). Hann er ótrúlegur. Ég þurfti að hugsa mig tvisvar um þegar hann spurði mig út í atriði eins og hvort rétt væri að segja "mér þykir íslenskar barnabækur góðar" eða "mér þykja íslenskar barnabækur góðar".

Hljómsveitin var svaka góð. Kórinn líka. Ég var líka í kórnum. Við sungum á sprengisandi og önnur íslensk lög. Við hefðum átt að syngja nú er frost á fróni því þótt ég sé ekki viss um hvort það sé rétt þá er rétt að í Chicago frýs í æðum blóð. Hér eru 22 gráða frost. Klikk kalt. Eins gott að bangsarnir eru að spila í Míamí. Meira um það á morgun.

Comments:
Sæl og blessuð og takk fyrir síðast á gamlárs. Það var ofsalega gaman hjá okkur. Hér er slóð á myndir síðan þá

http://erlbera.myphotoalbum.com/view_album.php?set_albumName=album03&page=4

endilega kíktu :)
Bestu kveðjur í Ameríkuna

Erla
 
Takk fyrir sidast Erla og takk lika fyrir linkinn. Eg var reyndar buinn ad sja myndir fra ther adur, kannski fengum vid link i tolvuposti.

Eg er lika med bloggsidu, thad er linkad i hana her til hlidar undir nafinu Avaxtakarfan.
 
Það hlaut að koma að því að þú kæmist í kór. Haltu áfram að syngja! Kv. mamma
 
Takk fyrir myndirnar Erla. Gaman að þeim.

Meira að segja þá kallaði aðal söngstelpan á mig til að koma og vera með í kórnum. Hún kallaði á mig spes. En það var reyndar áður en hún heyrði mig syngja...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?