21.2.07
Nýr dagur ný bjartsýni
Eins og glöggir lesendur tóku hugsanlega eftir var ekki bjart yfir mér í gær. Ástæðan fyrir því var að hlutirnir gengu ekki upp. Ég var að reikna fram og til baka með agnir sem urðu til, sukku, leystyst upp og urðu til á ný og það var bara ekki að ganga. Þannig að ég gChataði manninn minn um að fara heim. Við fengum hrísgrjón með instant indversku mauki (mjög fljótlegt) í kvöldmatinn og héldum síðan á skautasvellið í broomball. Það gekk nú ekki betur en svo að Óli minn dúndraðist á vegg og slasaði sig en ég náði að halda mig á tvem fótum, slasaði mig ekki og við unnum! Svo núna erum við komin í fjögra liða úrslit. En það dugði samt ekki alveg til að lyfta brúnunum mínum. Ég var alltaf að hugsa um þetta vandamál sem virðist svo einfalt en gengur ekki upp. Þegar við komum heim horfði ég á myndina Imaginary Heroes með Sigourney Weaver. Það er átakanleg saga fjölskyldu sem leysist upp í rugl þegar eitt barnið fyrirfer sér. Það þurfti heilmikla þrautsegju til að halda sér við þessa mynd framan af en hún vann á og mér fannst hún bara nokkuð góð þó svo að ég mæli nú ekkert sérstaklega með henni. Allavegana, í skólann arkaði ég í morgun kvíðandi fyrir því að hitta David og segja honum að ég skildi ekki upp né niður í þessum tölum. Hann er á skrifstofunni sinni, ég fer inn að spjalla við hann og. Það gengur bara svona dúndrandi vel. Við reiknum þetta í sameiningu og komumst að einni niðurstöðu og síðan hvaða pappíra ég get lesið til að fatta hitt. Svaka léttir og ég er kát á ný. Jess. Hann sagði líka að það væri alveg óþarfi að vera eitthvað upset yfir því að hlutirnir gengu ekki upp. Þetta væri vinnan okkar að finna útúr svona hlutum. Það gæti líka vel verið að vísindamaðurinn sem ég er að vitna í hafi ekki rétt fyrir sér. Um að gera að reyna að vinna sig í gegnum þetta hægt og rólega.