6.2.07

Kalt kalt kalt

Undanfarna daga er búið að vera svo kalt að því verður ekki lýst með orðum. Það er svo kalt að maður fær illt í andlitið við það að labba úti. Á miðri leið í skólann stoppa ég í einhverri byggingu til að láta mig þiðna. Þetta er náttúrulega útí hött. En nú er byrjað að snjóa og það bendir til þess að skil séu að færast yfir og að hlýrra loft sé handan við þau. Þannig að á morgun ætti að vera hlýrra. Guði sé lof.

Superbowl Sunday var núna á sunnudaginn. Við fórum í superbowl partí til að horfa á leikinn. Þetta er sko amerískur fótbolti. Chicago Bears komust í úrslit en það hafði ekki gerst í 25 ár svo það var mikil hamingja í sambandi við það. Þeir byrjuðu vel, skoruðu á fyrstu mínútu. Síðan skoruðu the Colts, síðan Bears aftur og þá Colts. Dúndur spenna og alltaf voða sniðugar auglýsingar inná milli. En þá fór að halla undan fæti hjá Björnunum og ég hugsa að þeir hafi ekki skorað eftir það. Prins steig á svið í hálfleik með tvíburasystrum. Ég hafði ekkert sérstaklega gaman að þessu verð ég að viðurkenna. Leikurinn stendur í klukkutíma en þeir eru í 4 að spila því það er svo mikið verið að stoppa hann. Það er greinilegt að ég drakk ekki nógu mikinn bjór.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?