14.2.07

Hírós

Rétt upp hendi ef þú fílar þessa þætti Í BOTN!! Vá, við Óli horfðum á fyrsta þáttinn í gær og ég var hooked. Er núna búin að horfa á 11., 12. og 13. Í einni bunu og var að fara að smella á 14. en ákvað að blogga fyrst um hvað þessir þættir eru súper. Uppáhaldskarakterinn minn er tvímælalaust Hiro.

Óli minn flaug til NY í dag og það varð til þess að ég fékk tv-dinner (spínat-lasagna fram yfir dagsetninguna hitað í örbylgju - ekki ýkt) sem ég borðaði einmitt fyrir framan sjónvarpið/tölvuna. Alveg handalaus án Óla míns.

Í Chicago er ennþá kalt og við erum farin að finna fyrir eldsneytisskortinum. Hitastigið í íbúðinni okkar fer ekki mikið yfir 19 gráður, rokkar svona milli 16 og 19C. Ekki nógu gott en mér finnst svo leiðinlegt að kvarta að frekar sit ég eins og bedúínakona hulin teppi. Bara smá rifa fyrir augun. Til að horfa á heroes. Chuus!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?