28.2.07

Þetta er að koma

Tímarnir breytast, fólk breytist. Mamma mín drakk kaffi með mjólk í 30 ár. Síðan fór hún til Parísar og núna drekkur hún kaffi svart. Ég var einu sinni alltaf með heilar tennur. Núna er ég með 6 skemmdar. Í morgun var ég sátt við lífið og tilveruna. Núna er ég alveg miður mín.

Það þýðir nú ekki mikið að vera miður sín. Eins og Margrét, mamma hennar Siggúar sagði: "Sigrún mín, þú verður að sættast við hversdagsleikann." Mér finnst þetta svo góður sannleikur. Skrýtið hvað maður áttar sig oft ekki á einföldustu hlutum. Ég gleymi því oft að það er ekki hægt að hafa alltaf skemmtilegt eða áhugavert.

Núna ætla ég að vera sátt við að vera dofin í andlitinu og að vera ekki að gera neitt skemmtilegt vegna þess að Elliot vinur minn rifjaði þetta ljóð upp fyrir mig eftir A.R. Ammons,

Weathering

A day without rain is like
a day without sunshine.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?