25.1.07

Sportlegheit í háveigum höfð

Undanfarin vika, frá fimmtudegi til fimmtudags hefur verið svona: tækjasalur - broomball - klifur - jóga - jóga (fimmtudagur - föstudagur - laugardagur - mánudagur - miðvikudagur). Fimm leikfimisdæmi á sjö dögum. Geri aðrir betur.

Fyrir þá sem ekki vita hvað broomball er get ég útskýrt það. Leikvangurinn er skautasvell en skautarnir eru íþróttaskór. Hver leikmaður er með kylfu sem er eins og kústur og síðan er appelsínugulur bolti sem reynt er að sópa í mark andstæðingsins. Í hverju liði eru 4 stelpur og 4 strákar, ef spilað er co-ed. Það er ekki hlaupið að því að gera nokkurn skapaðan hlut svo það er ekki auðvelt að sjá hver er góður og hver er lélegur sem er einmitt ástæðan fyrir því að við Óli erum bara ágæt í broomball. Og finnst svaka gaman að spila.

En ég er ekki bara í þróttum fyrir líkamann, sálin þarf líka næringu. Þar kemur Rokland Hallgríms Helgasonar inn í spilið. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið bók eftir hann áður og hef misst af miklu, er ég að komast að núna. Þessi bók er þvílíkt sælgæti að ég hef sjaldan lent í öðru eins. Orðaleikirnir og pælingarnar skilja mig eftir mállausa og agndofa. Hann Böddi maður. Hann er kostulegur. Ég mæli svoleiðis með þessari bók. Hún er klikk geðveikt góð.

Í sambandi við hafrakexið. Það leið ekki á löngu en að maðurinn minn áttaði sig á guðdómlegheitum þessara smákaka. Áður en ég vissi af voru þær horfnar og við erum bara tvö í heimili svo það var ekki erfitt fyrir mig að átta mig á því hvað gerðist.
Vona að þið hafið það gott elskurnar mínar og passiði upp á landið mitt.
Ykkar Tinna

Comments:
Tinna mín takk fyrir frábæra pisla, haltu áfram að upplýsa okkur um það sem er að gerast þarna úti! Kv. mamma
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?