17.1.07

Hvað er að gerast í Chicago

Ekki svo mikið þessa dagana satt að segja. Verkefnið mitt er að fá nýjar víddir. David sagði að greinin mín væri stórglæsileg og birtingarhæf en ... En það væri kannski ekki úr vegi að bæta við smá fítus í kalk-eyðinguna til að hún yrði nytsamlegri og yrði frekar vitnað í hana. Mér líst að sjálfsögðu svaka vel á það.

Við erum með sturtuútvarp. Í sturtunni í morgun var viðtal við konu úr senatinu. Ég náði ekki hvað hún heitir en hún var ekkert smá pirruð útí Bush og Íraksmálið og þegar fréttakonan sagði "But, failure is not an option" sem er einmitt eitt af slagorðunum hans Bush, þá urraði hún úr pirringi "hlutirnir gerast ekki á slagorðum, urrgh". Ég hafði fulla samúð með þessari konu þar sem ég stóð og þvoði mér. Ekkert smá pirrandi að vera á þingi og yfirmaðurinn þinn heldur að hann sé galdrakarl sem þarf bara að segja svona galdraþulur og þá lagast allt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?