31.1.07

Huggulegheit ofar öllu

Ég get bara ekki orða bundist yfir því hvað það er huggulegt hjá mér. Ég þurfti að flytja út úr einka-skrifstofunni minni og inn í skrifstofuna hans Young Jins. Ekki leist mér vel á það í byrjum því hann er með svo svakalega mikið drasl að það þyrmir alveg yfir mann þegar maður lítur inn í þessa skrifstofu. En ég er búin að henda fullt af dóti, sópa og koma mér nokkuð vel fyrir. Þannig að núna sit ég á fútoninum með grjónapúða til að styðja við bakið, í ullarsokkum og lopapeysu, drekkandi heitt te og með engifersmákökur, að lesa grein á lap-toppinu sem hvílir í kjöltu minni og vermir mín köldu læri. Hversu gott getur lífið orðið?

Betra og betra held ég. Á eftir er ég á leiðinni á fund til að athuga hvort ég komist með í ferðalag í Karabískahafið í mars. Jei. Ég er reyndar núþegar búin að ákveða að ég kemst með. Svo spennandi. Þetta ferðalag er svona vettvangsferð og markmiðið er að læra eitthvað um jarðlög og jarðsögu. Meira um það seinna. Vonandi.

Comments:
Tinna hérna aftur. Fæ að fara með. Sagðist vera svaka góð að synda (sem er satt) og geta keyrt bíl með stöng. Þá er manni garanterað sæti. Jei!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?