29.1.07

Hello igulkers-kitty

Vinur minn Hiro er fra Japan. Alltaf thegar hann kemur aftur ur frii faerir hann mer eitthvad saett, einhverja saeta Hello Kitty. Einu sinni fekk eg Hello Kitty i snjohusi, I thetta sinn situr Hello Kitty i sushi bakka med igulker i stadin fyrir haus. Oj oj oj, litla saeta Hello Kitty.

Helgin gekk ad hluta til afallalaust fyrir sig. Eg rotadi mig naestum vid broomball spil en nadi mer thegar leid a laugardaginn. Thad var eins gott thvi vid hjonin heldum svo storglaesilega matarveislu ad annad eins hefur ekki gerst. Og hefdi ekki gerst hefdi eg verid rotud. Thad var 5 retta. Nybakad braud med fyrsta forrett sem var pulsa med fennel-myntu-thistiljartar-salsa. I annan forrett var skata, ponnusteikt og ljuffeng. I adalrett var gullas med hra-u raudkali. Sidan var ostabakki og i eftirrett var negro-y-blanco sem er sitronu-kanil is med espresso hellt yfir og hnetusmakaka med-onum. Thetta var allt mjog ljuffengt og vinin sem voru med ekki sidri. Eitt Borolo, eitt PN fra Sonoma og sidan eitt Mombassiac med isnum. Thetta var i raun yfirgengilegt. En vid buum ju i yfirgengilegu samfelagi svo thad var ohjakvaemilegt.

I economist kemur thad fram ad republikanar nota meira rafmagn, a mann, en demokratar. Hversu fyndid er thad.

Thetta er fyrsta bloggid sem eg skrifa a nyja linux boxinu minu. Thess vegna eru engir islenskir stafir. Baett verdur ur thvi eins fljott og audid er.

Comments:
Hahaha, en fyndið, uppáhaldspersónan mín í hinum stórskemmtilegu Heroes þáttum heitir einmitt Hiro Nagamaura.

Alveg er ég sannfærður um að Sjálfstæðisfólk noti meira rafmagn en Vinstri Grænir...

Orri bró
 
Þetta fimm rétta matarboð hljómar mjög svo girnilegt! Þið eruð náttúrulega svo miklir snillingar:) þetta hefur eflaust bragðast eins vel ef ekki betur en þetta hljómar. Kiss kiss Svava
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?