23.1.07

Hafrakex

Hann Óli á afmæli í dag og er sem betur fer enn "in his twenties" eins og maður segir hérna í Ameríku. Að venju snæddum við hátíðar morgunverð og Óli fékk pakka frá mér. Tvö spil og executive sokka. Ég hafði bakað í tilefni dagsins. Ég baka svona núll til einu sinni á ári og það er alltaf afmælis-eitthvað fyrir Óla. Hingað til hef ég komist að því að Óli er hvorki hrifinn af súkkulaðiköku né rjómatertu. Þetta árið reyndi ég fyrir mér í smákökuiðnaðinum og bakaði hafrakex. En þeir sem þekkja hana ömmu mína Rúnu vita að hafrakex er með því betra sem þessi heimur býður uppá. En það kom í ljós að Óli er ekki mjög hrifinn af smákökum og því fór ég með heilan dunk í skólann og bauð krökkunum uppá með kaffinu. Þar var einmitt einn strákur, Alexis (sem er bæði stelpu og strákanafn), sem er mikið fyrir bakkelski og honum fannst hafrakexið svo gott að hann í fyrsta lagi gat ekki hætt að borða það og í öðru lagi gat ekki hætt að tala um það. Svaka gaman. Ég komst að þeirri niðurstöðu að hann sé sú manneskja sem þykir þetta hafrakex best af öllum sem ég þekki. Ég hugsa að honum finnist það betra en mér. Nema að hann sé með svona yfirgnæfandi hátt í ameríkuheitum sem er að ýkja það svaka mikið um hversu gott manni finnst eitthvað, en ég þekki hann nokkuð vel og hann er ekki þannig. Hann var allavegana mjög ánægður með að vera sú manneskja og vildi endilega fá uppskriftina. Það sagði ég að yrði lítið mál því ég ætti hana. Og þannig var það. Kexið vakti lukku eftir allt saman. En fegnust er ég að eiga heilan dunk heima hjá mér af nýbökuðu hafrakexi sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að muni hverfa ofaní annan malla en minn eigin.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?