12.1.07

Góðan daginn

Það er svo langt síðan ég hef bloggað að fyrir utan að dauðskammast mín fyrir það þá veit ég ekki hvað ég á að segja.

Nema Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir öll þau gömlu!! Takk fyrir samveruna um jólin, takk fyrir huggulegheit og notalegheit. Afsakið hvað ég var léleg í að hringja í vini mína og setja upp stefnumót og takk fyrir að hringja í mig og hitta mig, bjóða mér í mat, kaffi, sjúss og/eða spil. Takk fyrir jólakortin og afsakið að ég sendi ekki jólakort. Mér þykir mjög gaman að fá jólakveðjur þó ég sýni það ekki í verki.

Við Óli erum komin til Chicago. Það er ágætt að vera komin heim til sín á ný en ég var svo utanvið mig að ég bauð einni flensu með mér og er búin að liggja nær dauða en lífi í rúminu síðan. Alveg ómögulegt en er öll að braggast sérstaklega núna þegar ég er búin að fá batni-þér-skjótt-ástin-mín-blóm og heilsteiktur kjúklingur með hvítlauks-rósmarín-blóðbergs-mauki undir skinninu og spínat-tómat rétt í meðlæti er í ofninum.

Til þess að stytta mér stundir hef ég horft á fyrirlestra af ted-ráðstefnunni. ted-talks Mér finnst þetta sniðugt framtak. Að halda ráðstefnu til að hjálpa hugmyndum að verða til. Fólki í öllum mögulegum greinum heldur fyrirlestra fyrir fólk í öllum mögulegum greinum, sjóndeildarhringurinn víkkar og fólk kemur auga á eitthvað sem það annars myndi ekki sjá. Dan Gilbert var með sérstaklega áhugaverðan fyrirlestur. Um hamingjuna. Eitthvað sem allir eru að spá í. Hvernig verð ég hamingjusamur? Nú þarf maður ekki lengur að velta því fyrir sér því þessi maður er búinn að fatta'ða.

Comments:
Sæl Tinna mín, gott hjá þér að nota tímann svona vel! Haltu áfram að láta þér batna. Kv. mamma
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?