12.11.06

Tvíkomma

Eða semicolon er nokkuð sem leiðbeinandinn minn er hrikalega hrifinn af. Þetta fyrirbæri er svo gott sem ekki til í íslensku og þykir alls ekki fínt að nota ef það er til. Held ég. Mér dettur allavegana aldrei í hug að nota svona kommu, ég veit ekki einu sinni hvað hún heitir.

Eins og ég skrifaði í gær þá fengum við gesti í mat. Ég hef aldrei vitað til þess jafn margt geti klikkað. Hrísgrjónin brunnu við. Fiskurinn var ofbakaður. Aspasinn var góður en þau eru bara ekki hrifin af aspas. Það eina sem heppnaðist vel voru gulræturnar. Síðan var te eftir á og það var allt of sterkt. Algjör disaster. Vonandi gengur betur í kvöld. Annað matarboð. Aðrir gestir.

Comments:
heitir semíkomma á íslensku. var einmitt að ræða notkun hennar við gamla frænku í haust...við rugluðum hvor aðra... En já kennararnir mínir í Cardiff voru einkar hrifnir af fyrirbærinu.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?