17.10.06

Að vinna í heimadæmunum sínum

Er einmitt það sem ég er að gera núna. Hvernig er líf án heimadæma? Það er nokkuð sem ég myndi vilja vera þáttakandi í. Þó svo það sé alveg gaman að gera heimadæmi. Bara orðið aðeins, tjah, úrelt.

Núna er matlab að reikna fyrir mig. Ég er að læra um leap-frog og backward-time-differencing og allskonar í þeim dúr. Þetta er nokkuð sem allir jarðeðlisfræðingar verða að kunna+skilja. Allavegana þeir sem gera hafslíkön. En sömu aðferðir eru einmitt notaðar í fjármálum, til að reikna út hlutabréfaskrisirús þannig að Óli er búinn að koma með mér í nokkra tíma. Svolítið rómó.

Jæja. Hún er enn að. Dísús hvað þetta er hægvirk tölva.

Comments:
Já hvað getur verið meira rómó en nokkur leap-frogguð heimadæmi með dash af backward-time differencing :)

Kv
Elli
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?