25.10.06

Verkefni ekki óleysanlegt!

Allavegana komst ég að einhverri niðurstöðu. Já, sem sagt, eina ferðina enn í tölvuverinu. Í dag er ég búin að skemmta mér við það að skrifa skelja-forrit. Það finnst mér alltaf svaka gaman. Í dag var það sérstaklega gaman. Ég var bara í róleguheitunum inni á skrifstofunni minni með rólega tónlist í gangi, Damien Rice, að skrifa eina og eina línu. Maður er alltaf að gera smá villu, snýr kommum vitlaust eða er að reyna að pípa inn í eitthvað sem vill ekki taka við pípi og svona, svo maður, allavegana ég, er í kannski 5 til 10 mínútur með hverja línu. Heyrðu! Akkúrat þegar ég fæ síðustu línuna til að virka og forritið í heild sinni gerir það sem ég hafði í huga að það myndi gera. Hvað ætli gerist? Svaka rokk-rapp dúndur stuð alltíeinu á skrifstofunni minni. Eminem kominn í gang eins og til að fagna velgengni minnar. Ég hef ekki upplifað áður jafn mikla hamingju við að fá forritsbút til að virka. Þetta var eins og í bíó! Vantaði bara að allir í deildinni gengu niður ganginn í takt við tónlistina, rappandi með Eminem í glansgöllum. Já það er sko gaman að vera til!

Comments:
ég skil ekki bofs hvað þú ert að segja. skrifa skeljaforrit??? Eminem??? ;)
 
Já ég ætla að reyna að skrifa eitthvað af viti næst.
 
Hæ,
Nýkomin heim frá New Orleans, var nú ekki alveg jafnlífleg og þegar við djömmuðum á Bourbon Street um árið ;)
Svo hitti ég bróður þinn á slysó um daginn og líst alveg dúndurvel á að fá hann inn í heilbrigðisgeirann. Gæðablóð eins og þú Tinna mín :)
Kv. Sigurdís
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?