9.10.06
Upp í sveit
Þetta var alveg yndisleg helgi hjá okkur Óla. Við fórum upp í sveit á laugardeginum, keyrðum alla leið til Wisconsin með vini okkar Young Jin og fórum á bóndabæ sem heitir Green Spirit að heimsækja Andrew og Jennifer sem eru bændurnir og þau eru vinir Young Jin og Söru. Mér fannst merkilegt að hitta þau. Þau bjuggu áður fyrr í Hyde Park (eins og við) en einn góðan veðurdag tóku þau saman föggur sínar og fluttu upp í sveit. Fyrst lærðu þau að rækta grænmeti á öðrum bóndabæ í tvö ár eða þrjú, og síðan keyptu þau land sem áður var á mjólkurbú og hófu búskap. Og núna lifa þau af því að rækta grænmeti. Þau eiga þrjú börn, 12, 8 og 3 ára sem eru í svo góðu jafnvægi að Óli hafði orð á því.