1.10.06

Toxic waste

Hér í heimi eru eiturefni á hverju strái. Það er blý í glerungnum á diskunum og bollunum manns. Það eru allskonar efni sem hafa áhrif á hormónastarfsemi fólks í plasti. Í sófasettinu manns eru efni sem minnka eldhættu sófans. Það er kvikasilfur í fiski.

Í óktóber tölublaði National Geographic er grein um eiturefni inn á heimilum fólks. Það eru óteljandi efni sem koma inn á heimili manns með húsgögnum og fötum og dóti. Í WSJ í gær var grein um blýmengun í kínverskum börnum. Í einu þorpi í Kína kom í ljós að hver einasta manneskja var með hátt blýmagn í blóðinu útaf verksmiðju sem í áratug framleiddi sjónvarpsíhluti. Blýeitrun er ennþá vandamál hérna í Bandaríkjunum. Það eru ennþá til fjölmörg dæmi þess að hús eru með málningu sem inniheldur blý og smábörn tína upp í sig málningaflögur og hafa ekki gott af.

Ég er allavegana búin að taka ákvörðun um að henda plast ílátum og skurðbrettum. Nota frekar gler og bambus.

Af öðrum eiturefnum er það að frétta að létt-eitruð konguló beit mig í löppina. Það var svo vont að ég hélt ég myndi deyja. Það gerðist samt ekki. Ekki alveg. En, talandi um kongulær. Bíllinn okkar er orðinn að kongulóa borg. Við vitum ekki hvað við getum gert í þessu. Glærar og ó-gis-legar köngulær búa inní bílnum einhverstaðar og koma síðan út um rifur og loftræstilúgur þegar við erum í róleguheitunum að keyra eitthvað huggulegt. AAArrghh!! Ekki lengur huggulegt. Ojjjjj!

Comments:
Ojbara! Ég er naestum haett vid ad koma til Chicago, mér líst ekkert á einhverjar svona kóngulóaborgir og bíla!
 
Stundum ER gott að búa á klakanum.

Ellinn
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?