28.10.06
Sinnep og Zaiqa
Heljarinnar ævintýra laugardagur er á enda. Hann byrjaði með eins og hálfs tíma spjalli til Flórída við frænku okkar Öldu. Síðan héldum við Óli í suburbsin í klifrhúsið og klifrðum þangað til ég fékk stærðarinnar kúlu á ennið. Ég man ekki til þess að hafa fengið kúlu í 17 ár en það er örugglega bara bull. Í klifurhúsinu er urmull af börnum í afmælisveislu um helgar og fá þau alltaf svaka sykurbombutertu að borða en við fáum aldrei neitt og síðan leifa þau mest öllu. Í dag hætti ég að nenna að vera eitthvað ameríkukurteis og sagði bara við pabbann: "ég ætla að fá mér eina sneið". Hann varð eitthvað hvumsa en sagði "já í guðana bænum gjörðu svo vel" Og síðan fékk ég mér sneið og hún var eins og ég hélt, svaka mikið sykurjúmmulaði. En það er bara svo létt þreytandi að hafa þessi börn þarna. Börn eru náttúrulega yndisleg en í afmælisveislum eru þau það ekki. Núna veit ég allavegana af hverju þau leifa svona miklu.
Á fimmtudaginn urðum við hjónin fyrir því áfalli að sinnepið kláraðist. Það man ég ekki til að hafa gerst áður. Við eigum yfirleitt eitt kílógramm af Dijon sinnepi sem við kaupum í World Market á $5.98 (isk. 500). Þetta er meira að segja í ameríku svaka ódýrt. Það var þess vegna sem við héldum í World Market beint eftir klifrið, beint í sinneps-tabasco-ediks deildina. Til þess að komast að tvemur hlutum um sinnep. Annað er að það er sinnepsskortur í ameríku. Dijon sinnep í 1kg krukku er illfáanlegt hjá heildsölunum. Hitt er að sinnep í 1kg krukku er loss leader. Loss leader er vara sem búð selur með tapi til þess að lokka inn kúnna sem munu að öllum líkindum freistast til þess að kaupa allskonar annað sem þá vantar alls ekki og myndu sennilega vera hamingjusamari án. En það var einmitt það sem við gerðum. Keyptum allskonar munaðarvörur sem við þurfum ekki á að halda eins og marsipan kúlur og dýrindis kaffi súkkulaði-vöfflu-kex. Eftir trader og stanleys fengum við loks að borða og enn einu sinni teymdi maðurinn minn mig á þann vafasama stað Zaiqa.
Zaiqa er mest alvöru útlenski veitingastaðurinn í Chicago. Að fara þangað er eins og að labba til Dubai í einu skrefi. Það er enginn íburður, bara karlmenn, frekar skítugt en ljúffengasta lambakarrí sem þú hefur nokkru sinni látið inn fyrir þínar varir. Og nan brauðið, því verður ekki lýst, ekki einu sinni í ævintýri. Ástæðan fyrir því að ég vil ekki lengur borða þarna, er að ég er iðulega eina konan og verð iðulega veik eftirá. Í fyrsta sinn sem ég fór þangað var ég eitthvað að vandræðast um að vilja þvo mér um hendurna því maður borðar jú með puttunum. Ég spyr einn mannanna hvar salernið væri. Hann verður eitthvað hvummsa og ýtir mér bara inn í eldhús. Þá heyri ég konu taka andköf. Hoo á innsoginu. Komdu komdu segir hún og labbar með mig um allt eldhúsið að sýna mér stóru pottana fulla af bauna stöppum og lamba karríi, ofninn með nan brauðunum og stærsta dunk af hrísgrjónum sem ég hef á ævinni séð. Og síðan sýndi hún mér hvar vaskurinn var. Það er ekki einu sinni konuklósett. Og það koma aldrei konur þangað inn. Sennilega vegna þess að engar konur eru leigubílstjórar.
Á fimmtudaginn urðum við hjónin fyrir því áfalli að sinnepið kláraðist. Það man ég ekki til að hafa gerst áður. Við eigum yfirleitt eitt kílógramm af Dijon sinnepi sem við kaupum í World Market á $5.98 (isk. 500). Þetta er meira að segja í ameríku svaka ódýrt. Það var þess vegna sem við héldum í World Market beint eftir klifrið, beint í sinneps-tabasco-ediks deildina. Til þess að komast að tvemur hlutum um sinnep. Annað er að það er sinnepsskortur í ameríku. Dijon sinnep í 1kg krukku er illfáanlegt hjá heildsölunum. Hitt er að sinnep í 1kg krukku er loss leader. Loss leader er vara sem búð selur með tapi til þess að lokka inn kúnna sem munu að öllum líkindum freistast til þess að kaupa allskonar annað sem þá vantar alls ekki og myndu sennilega vera hamingjusamari án. En það var einmitt það sem við gerðum. Keyptum allskonar munaðarvörur sem við þurfum ekki á að halda eins og marsipan kúlur og dýrindis kaffi súkkulaði-vöfflu-kex. Eftir trader og stanleys fengum við loks að borða og enn einu sinni teymdi maðurinn minn mig á þann vafasama stað Zaiqa.
Zaiqa er mest alvöru útlenski veitingastaðurinn í Chicago. Að fara þangað er eins og að labba til Dubai í einu skrefi. Það er enginn íburður, bara karlmenn, frekar skítugt en ljúffengasta lambakarrí sem þú hefur nokkru sinni látið inn fyrir þínar varir. Og nan brauðið, því verður ekki lýst, ekki einu sinni í ævintýri. Ástæðan fyrir því að ég vil ekki lengur borða þarna, er að ég er iðulega eina konan og verð iðulega veik eftirá. Í fyrsta sinn sem ég fór þangað var ég eitthvað að vandræðast um að vilja þvo mér um hendurna því maður borðar jú með puttunum. Ég spyr einn mannanna hvar salernið væri. Hann verður eitthvað hvummsa og ýtir mér bara inn í eldhús. Þá heyri ég konu taka andköf. Hoo á innsoginu. Komdu komdu segir hún og labbar með mig um allt eldhúsið að sýna mér stóru pottana fulla af bauna stöppum og lamba karríi, ofninn með nan brauðunum og stærsta dunk af hrísgrjónum sem ég hef á ævinni séð. Og síðan sýndi hún mér hvar vaskurinn var. Það er ekki einu sinni konuklósett. Og það koma aldrei konur þangað inn. Sennilega vegna þess að engar konur eru leigubílstjórar.