10.10.06
project - Diskar
Þetta erum við að kanó ferð lokinni. Hún er náttúrulega löngu búin en mér datt samt í hug að setja inn eina mynd því það er svo innilega ekki neitt að gerast í Chicago þessa dagana. Svaka lægð eftir stormhviðu sumarsins.
Project diskar er samt að komast á legg. Ég vona að allir muni eftir PROJECT CUPS. Það er núna í góðu gengi. Nokkrir tölfræðingar tóku bollana traustataki og eru hættir að nota frauðplastsbolla. PROJECT DISKAR er samskonar verkefni en samt öðruvísi. Það nær eingöngu til mín og eiginmanns míns, eins og er, vonandi mun það breytast von bráðar. Hugmyndin er að vera alltaf með diska og hnífapör með sér til þess að þurfa aldrei að grípa til þess úrræðis að nota einnota diska. Við fórum í pot-luck í sveitinni og notuðum nýja settið þá í fyrsta skipti. Það er úr steinlausu stáli og gekk ljómandi vel að borða af diskunum og nota hnífapörin. Nú vantar bara heppilega tösku undir stellið sem ég og minn maður getur verið með á öxlinni ALLTAF.
Comments:
<< Home
Ég er ekki frá því að þú fáir einhverntímann nóbelsverðlaun fyrir framlag þitt til að bjarga heiminum! :)
Ég er ekki frá því að þú fáir einhverntímann nóbelsverðlaun fyrir framlag þitt til að bjarga heiminum! :)
ohh, takk. Annars er ég með svona project-diskar kit til sölu. Ef einhver hefur áhuga á að bjarga heiminum.
Skrifa ummæli
<< Home