24.10.06

Póker æði

Ef einhver kíkti í ávaxtakörfuna þá hefði sá sami komist að því að hér í Bandaríkjunum ríkir póker æði. Sá hinn sami hefði hinsvegar ekki komist að því að Tinna nokkur Jökulsdóttir náði að bjarga heiðri heimilisins með því að vera í öðru sæti í pókerkeppni síðustu helgi og tryggja á sama tíma að fjárhagurinn haldist í svörtu. En þá vita menn það nú.

Ég er að vanda í tölvuverinu að reyna að leysa asnalegt verkefni sem ég hef grun um að sé óleysanlegt. That´s it folks. No more news. Nema það að í blaðinu í morgun var grein um að þessa dagana fer fólk með ungabörnin sín til sálfræðings hér í þessu landi allsnægta. Svo virðist sem ungabörn eru í auknum mæli að greinast með anorexíu, social-anxiety og ýmsa kvilla í þeim dúr. Þetta fannst mér svolítið útí hött en var kannski ekki svo hissa þar sem maður heyrir hér alltaf af og til furðulegar sögur um foreldra og hvað þau láta ungabörnin sín gera. Eins og að læra frönsku og að reikna með græju sem heitir baby-Einstein og á að gera smábörn að snillingum. Ég veit nú ekki, haaa??

This page is powered by Blogger. Isn't yours?