13.10.06

Hvernig maður snýr vondum degi í góðan

Það getur verið missnúið eftir því hvers vegna dagurinn er ómögulegur. Ef hann er bara almennt ömurlegur, t.d. ef maður fór á tvo fyrirlestra sem báðir voru algjörlega ótengdir því sem maður hefur áhuga á, fékk ömurlegt seríós í morgunmat og ýmislegt í þeim dúr. Þá er til MuggleCast sem er Harry Potter útvarp og er hægt að finna í itunes. Maður getur hlustað á það. Drukkið einn bjór sem maður fær ókeypis því maður er svo góður kúnni. Fattað eitt í vinnunni. Og ekkert. Þetta er þá nóg. Núna er ég einmitt að hlusta á einn MuggleCast þátt og það er bara alveg ágætt. Þessir krakkar eru búnir að spá alveg heilmikið í bækurnar. Og viðtölin við JK. Og allskonar teoríur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?