15.10.06
Helgi alla daga
Mjög notaleg helgi er að líða undir lok. Okkur var boðið í mat til Y-J og Söru. Það er alltaf svo gaman að fara í mat til þeirra því Sara er svakalega góður kokkur og Y-J býður upp á góð vín og síðan eru þau líka svo skemmtileg og yndisleg. Eftir matinn gerðum við smá tilraun á stellinu okkar og bollunum. Það kom í ljós að diskarnir okkar og bollarnir eru ekki með mælanlega (með þessu kit-i) mikið blý í þeim. Sem er náttúrulega gott en það lá við að Y-J varð fyrir vonbrigðum. Hann var alveg viss um að hann myndi finna fullt af blýi í glerungnum á bollunum frá Kóreu.
Í kvöld ætla Angie og Justin að koma til okkar í póker. Það er algjört pókeræði hérna núna. Þau ætla að koma með hundinn sinn hann Bunjie. Ég vona að hann pissi ekki á gólfið. Hann gerir það örugglega ekki.
Project Plates (myPlate) vakti mikla athygli á Blues and Ribs. Slagorð varð til: No plate left behind.
Í kvöld ætla Angie og Justin að koma til okkar í póker. Það er algjört pókeræði hérna núna. Þau ætla að koma með hundinn sinn hann Bunjie. Ég vona að hann pissi ekki á gólfið. Hann gerir það örugglega ekki.
Project Plates (myPlate) vakti mikla athygli á Blues and Ribs. Slagorð varð til: No plate left behind.