27.10.06

fósfat og nítrat

3-D, fully-coupled atmosphere-ocean climate model er góð lýsing á líkaninu sem ég er að vinna með þessa dagana. Þetta þýðir bara að líkanið er þrívítt og að sjór og loft tala saman, t.d. fer magn CO2 í loftinu eftir því hvað er að gerast með efnafræðina í sjónum. Það er svaka gaman að vinna með þetta líkan, ég er að leika mér við að breyta hraðanum sem agnir sökkva á og sjá hver áhrifin eru. Hingað til er ég bara búin að bera mig saman við hraðann sem var verið að nota þegar ég fékk þetta í hendurnar en rétt í þessu var ég að skoða gögn sem ég ætla að nota til að bera mig saman við. Þetta eru ekkert smá flott gögn. Mig langar að setja mynd inn á bloggið en ég veit ekki hvort ég megi það. Ég er að skoða næringaefnin í sjónum og það er svo gaman því maður getur séð svo greinilega hvar sjórinn streymir upp frá mikly dýpi því hann ber með sér næringaefnin þaðan.

Í gær keypti ég flugmiða fyrir mig í 5 flugvélar. Desember verður sannkallaður ævintýra mánuður. Fyrst fer ég til San Francisco á ráðstefnu. Síðan kemur Óli og við förum til Sonoma í vínsmökkun í 3 daga. Þá fljúgum við eldsnemma á mánudagsmorgninum til Baltimore og síðan áfram til Íslands um kvöldið og verðum komin á þriðjudagsmorgun heim til Íslands. Þetta eru yndislegustu orð sem ég þekki. Heim til Íslands.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?