13.10.06
elsku besti föstudagur
Ég er frekar fegin því að það sé í dag föstudagur og einnig að hann sé brátt á enda. Þessi vika er búin að vera hálf þunglyndisleg. Ég veit ekki hvert málið er. Lár loftþrýstingur og blóðþrýstingur. Ekki nægur svefn. Við vöknuðum fyrir níu hvern einasta dag í þessari viku nema í morgun. Kannski það sé áhrifavaldur.
En í kvöld er tækifæri til að drekkja sorgum sínum því þá verður ribs and blues hátíðin í skólanum. Alvöru Chicago hátíð. Heilt tonn af rifjum eru grilluð og nokkrar hljómsveitir kíkja út úr frumskóginum á suðurhliðinni hingað til Hyde Park. Síðan á morgun ætlum við að hjóla að vegg sem þykir gaman að klifra á. Hann er aðeins fyrir sunnan, á 65. stræti. Ég hef heyrt um hann talað en aldrei farið sjálf. Loksins læt ég verða að því.
Góða helgi allir saman, vona að þið hafið það gott.
En í kvöld er tækifæri til að drekkja sorgum sínum því þá verður ribs and blues hátíðin í skólanum. Alvöru Chicago hátíð. Heilt tonn af rifjum eru grilluð og nokkrar hljómsveitir kíkja út úr frumskóginum á suðurhliðinni hingað til Hyde Park. Síðan á morgun ætlum við að hjóla að vegg sem þykir gaman að klifra á. Hann er aðeins fyrir sunnan, á 65. stræti. Ég hef heyrt um hann talað en aldrei farið sjálf. Loksins læt ég verða að því.
Góða helgi allir saman, vona að þið hafið það gott.