21.10.06

deja vu

Þegar ég var í grunnskóla að skrifa stíla í Singapúr þá fékk ég alltaf athugasemdina "waffle". Það þýddi þá að ég var að skrifa í belg og biðu, stefnulaust, og ekki um aðalatriðið. Þetta fannst mér svona, svolítið pirrandi því auðvitað var ég að reyna að svara spurningunni. Það bara tókst ekki nógu vel til. Jæja, núna fæ ég útum allt athugasemdina "vague". Þetta finnst mér alveg óþolandi. Hins vegar er ég hrikalega hamingjusöm yfir að fá yfirhöfuð athugasemdir. Áður fyrr hef ég fengið:

-Reyndu að skrifa eitthvað sem lítur út fyrir að vera grein.
-Lestu literatúrinn
-Skrifaðu heilsteyptar setningar
-Skrifaðu heilsteyptar málsgreinar

Jæja, best að fara að skrifa eitthvað ákveðið.

Comments:
Ég kannast við að hafa fengið tvennt af síðast nefndu.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?