21.8.06

Yndisleg helgi

Ein önnur helgi farin heim til sín. Það er alveg ótrúlegt hvað þær vilja stoppa stutt þessar helgar. Eins og það er gaman að hafa þær. Það mætti halda að þær séu ekki sama sinnis. Alltaf þegar þær koma reyni ég að skemmta þeim eins vel og ég get, en, alltaf sama vanþakklætið, þær bara rjúka á dyr eftir tvo daga.

Á laugardaginn slakaði ég alveg sérstaklega vel á. Fór ekki út úr dyrum. Ég las svolítið í bókinni sem ég er að lesa, Collapse eftir Jared Dimond, bakaði eplaköku, spilaði tölvuleik, horfði á video og spilaði eve við manninn minn. Stundum þarf maður bara að vera heima hjá sér til að fylla upp í comfortið.

Gærdagurinn var líka mjög afslappaður. Við fórum að klifra í úthverfinu með félaga okkar Young Jin. Sarah ætlaði að koma líka en á leiðinni mundi hún að hún átt að vinna svo við urðum að skutla henni akút í vinnuna. En klifrið var súper og við Óli klifruðum bæði eina 5.10a! Það er geðveikt og við vorum bæði mjög ánægð með okkur. Eftir klifur, sturtu og gufubað hittum við Söru þar sem hún var búin að vinna og fórum á the Hopleaf í kræklinga. Mmm, kræklingar eru svo mikið lostæti.

En síðan komst ég að því að við hjónin eigum eitt annað sameiginlegt en allt það sem ég hélt að við ættum sameiginlegt. Við erum bæði í SimCity, förum saman að klifra, erum að fara saman í kanó ferð, spilum eve af mikilli innlifun og núna, þá erum við bæði bloggarar. Jei! Ávaxtakarfan fylltist bara allt í einu af ávöxtum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?