10.8.06
Talnatök !!
Þá lítur ný heimasíða Talnataka loksins dagsins ljós. Þetta er nú ekki búið að vera neitt stórmál nema það að tölvuverið sem ég nota er bara opið í takmarkaðan tíma svo það er alltaf verið að henda mér út. En hér getið þið skoðað afrasksturinn. Er þetta ekki bara fínt?
Núna er ég á leiðinni heim að búa til mango-sherbet og horfa á bride and predujice. Alltaf svo gaman hjá mér. Þetta er nú bara áframhald af lúxus kvöldi sem byrjaði um kvöldmatarleytið. Lax á franska vísu. Þá létt steikir maður sveppi úr smjöri og lætur þá síðan malla í hvítvíni í smá stund. Síðan tekur maður sveppina upp og "sýður" laxinn í sveppa-hvítvínssoðinu, en bara á vægum hita og ekki láta sjóða, í korter. Með þessu er blómkál með estragoni (þetta passar alveg sérlega vel saman) og líka hollandaise sósa. Þvílíkt lostæti. Með þessu dugar svo ekkert minna en verðlauna vín. (Um þar-síðustu helgi fórum við í vínsmökkunarpartí með þessa flösku og unnum verðlaunin fyrir að koma með bestu vínflösku miðað við verð. Við vissum alveg að hún myndi vinna því þetta er svo gott vín, og þess vegna keyptum við heilan kassa með félaga okkar fyrir nokkru.) En sérhver Íslendingur getur eldað svona fisk því uppskriftin er bara úr osta og smjörsölu bækling. Þeim bæklingum er ég sérstaklega hrifin af örugglega vegna þess að mér finnst smjör svo gott. Nammi nammi smjör.
Núna er ég á leiðinni heim að búa til mango-sherbet og horfa á bride and predujice. Alltaf svo gaman hjá mér. Þetta er nú bara áframhald af lúxus kvöldi sem byrjaði um kvöldmatarleytið. Lax á franska vísu. Þá létt steikir maður sveppi úr smjöri og lætur þá síðan malla í hvítvíni í smá stund. Síðan tekur maður sveppina upp og "sýður" laxinn í sveppa-hvítvínssoðinu, en bara á vægum hita og ekki láta sjóða, í korter. Með þessu er blómkál með estragoni (þetta passar alveg sérlega vel saman) og líka hollandaise sósa. Þvílíkt lostæti. Með þessu dugar svo ekkert minna en verðlauna vín. (Um þar-síðustu helgi fórum við í vínsmökkunarpartí með þessa flösku og unnum verðlaunin fyrir að koma með bestu vínflösku miðað við verð. Við vissum alveg að hún myndi vinna því þetta er svo gott vín, og þess vegna keyptum við heilan kassa með félaga okkar fyrir nokkru.) En sérhver Íslendingur getur eldað svona fisk því uppskriftin er bara úr osta og smjörsölu bækling. Þeim bæklingum er ég sérstaklega hrifin af örugglega vegna þess að mér finnst smjör svo gott. Nammi nammi smjör.