8.8.06
Samstarfsmaðurinn minn, hann ...
Núna get ég farið að byrja setningar á þessa leið. Ég er eins og setningin gefur til kynna, nefnilega komin með samstarfsmann, collaborator. Það finnst mér mjög gaman. Hann býr í Oregon sem er einmitt fylki sem ég á eftir að heimsækja. Við ætlum að setja mitt líkan inn í hans, sem er ekki bara hans heldur á öll hans grúppa það, og athuga hvort við getum líkt eftir því sem vitað er um fyrri alda veðurfar betur. Við höldum náttúrulega að við getum það og þá er næsta skrefið að athuga hverjar spárnar okkar verða. Verða þær öðruvísi en þær sem nú liggja fyrir? Sennilega, höldum við. Hvernig þá? Jahh, þær munu allavegana ekki batna. Sorrý jöklaunendur. Þið hefðuð átt að taka strætó eða hjóla!
Sorrý hvað ég er brjáluð. Get bara ekki að því gert. Allavegana gott meðan ég tek það út á síðum ljósvakans en ekki á eiginmanninum. Óli hefur það annars svaka gott, um það bil jafn gott og ég. Þrátt fyrir vandamál jarðarinnar er lífið ljúft sem útsprungin rós í eggi.
Sorrý hvað ég er brjáluð. Get bara ekki að því gert. Allavegana gott meðan ég tek það út á síðum ljósvakans en ekki á eiginmanninum. Óli hefur það annars svaka gott, um það bil jafn gott og ég. Þrátt fyrir vandamál jarðarinnar er lífið ljúft sem útsprungin rós í eggi.
Comments:
<< Home
Jæja, núna er ég búin að fletta þessu upp í Orðaheimi. Þar stendur "lifa eins og blóm í eggi -> HAGSÆLD, VELGENGNI" Svo það lítur út fyrir að það sé blóm, en ekki blómi. Hins vegar getur maður sagt "Hagur þjóðarbúsins stendur með blóma" og þá myndi það merkja hagsæld. Eða "í blóma lífsins", "fyrirtækið stendur í blóma" o.s.frv. Þetta er allt mjög jákvætt. Vona að þú sért sátt Vala mín og hættir að hrella grandalausa sakleysingja eins og mig.
Úúú en gaman, við farnar að eiga í svona rökræðum á veraldarvefnum.
Sko blómi er rauðan í egginu og þaðan kemur orðalagið blómi í eggi. Íslensk orðabók segir "blómi/blóm í eggi >ganga allt í haginn, njóta lífsins."
Það virðist því svo sem búið sé að "leyfa" að segja blóm í eggi líka. En hei þetta er nýjasta íslenska orðabókin þar sem orðið sjitt er orðið íslenskt!!!
Sko blómi er rauðan í egginu og þaðan kemur orðalagið blómi í eggi. Íslensk orðabók segir "blómi/blóm í eggi >ganga allt í haginn, njóta lífsins."
Það virðist því svo sem búið sé að "leyfa" að segja blóm í eggi líka. En hei þetta er nýjasta íslenska orðabókin þar sem orðið sjitt er orðið íslenskt!!!
Svona svona núna ætla ég að stilla til friðar með þessari tilvísun í vísindavefinn
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=6091
Það kemur í ljós að orðatiltækið er ekki íslenskara en svo. Orðið er hreint tökuorð úr dönsku og þar af leiðandi skiptir engu hvort skrifað er blóm, blómi eða blomme. Ég föler mig sem einn blomme í eggeskurnede.
Það kemur betur og betur í ljós að þið eruð báðar dönskufasistar.
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=6091
Það kemur í ljós að orðatiltækið er ekki íslenskara en svo. Orðið er hreint tökuorð úr dönsku og þar af leiðandi skiptir engu hvort skrifað er blóm, blómi eða blomme. Ég föler mig sem einn blomme í eggeskurnede.
Það kemur betur og betur í ljós að þið eruð báðar dönskufasistar.
Ojjj aldrei vildi ég nú láta kalla mig dönskueitthvað...og þá alls ekki dönskufasista! En jæja við höfum þá allavegana átt skemmtilegt samtal hér á síðunni. Vona að aðrir hafa gaman af.
Mín lokaorð í þessu máli eru þau að svona í raunveruleikanum finnur maður nú samt frekar rauðu í eggi en blóm! En hlutirnir eru nú stundum öðruvísi vestanhafs.
Þakka áheyrnina og hlakka til næstu færslu!
Mín lokaorð í þessu máli eru þau að svona í raunveruleikanum finnur maður nú samt frekar rauðu í eggi en blóm! En hlutirnir eru nú stundum öðruvísi vestanhafs.
Þakka áheyrnina og hlakka til næstu færslu!
Ha ha! Internetið kemur til bjargar enn og einu sinni. Ég er ánægður dönskufasisti, að hafa það huggulegt og maske fá einn öl er nokkuð sem ég kann vel að líða :)
Skrifa ummæli
<< Home