22.8.06
Plutita
Það sem mér finnst um hvort Plútó eigi að fá að vera memm eða ekki er að hann eigi það. Það er ömurlegt að vera skilinn útundan og þó svo hann sé lítill og skítugur, þá er það engin afsökun. Við þurfum á öllum plánetunum okkar að halda þegar óvinirnir koma og þá er ekki gott að vera búinn að úthýsa okkar eigin liðsmönnum. Ég segi að við eigum að vera góð við minni máttar því það er fallegt og líka líklegt að þeir séu ekki minni máttar. Hver veit nema Plútó sé að þróa einhverja sniðuga tækni sem mun hjálpa okkur í framtíðinni. Plútó! Þú mátt vera með mér.