23.8.06

óþolandi færsla - ekki lesa hana

Mér finnst pirringur vera mest leiðinlega tilfinningin. Sennilega vegna þess hve hún er illviðráðanleg. Ef eitthvað fer í taugarnar á manni er geðveikt erfitt að sannfæra sjálfan sig um að láta það ekki fara í taugarnar á sér og maður er pirraður. Það sem fer í taugarnar á mér er hvað nágrannarnir vökva svakalega mikið. Jú, það verður að vökva svo gróðurinn skrælni ekki. En fyrr má nú vera. Þau vökva þannig að vatnið flæðir útum allt. Og þau spá ekkert í þessu. Þótt það fari að rigna vökva þau og vökva.

Óli verður geðveikt pirraður ef dótið hans brotnar. Hann getur látið það fara í taugarnar á sér í marga mánuði að eitthvað brotnaði eða týndist. Þetta fer svakalega í taugarnar á mér. Það er óhjákvæmilegt að hlutir brotna og týnast. Ef það gerist kaupir maður nýtt. Mér finnst það vera algjörlega órökrétt að eyða svaka miklum tíma í að pirra sig yfir svoleiðis smámunum og verð nú til dags brjáluð yfir því hvað Óli verður súr ef ég óvart brýt eitthvað sem hann á. Vegna þess að hann brýtur af og til eitthvað sem ég á og þá segi ég bara "Allt í lagi. Annað hvort kaupi ég nýtt eða ekki. Leiðinlegt að þetta skyldi brotna en shit happens." Það sem fer eiginlega mest í taugarnar á mér er hversu erfitt er að stjórna þessum tilfinningum um pirring. Það er svo óþolandi að vera pirraður. Og óþolandi að vera í kringum fólk sem er pirrað.

Comments:
úff, mikid er ég sammála thér! og svo getur madur stundum ekki sofnad afthví madur er ad hugsa svo mikid um hvad er ad pirra mann

annars hugsa ég ad thetta sé eitthvad í fjolskyldunni, ég verd nefninlega líka alveg svaka pirrud thegar eitthvad sem ég á brotnar eda skemmist
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?