23.8.06

Á leið í kanó ferð

Trallarí-jei, við erum á leið í kanó ferð. Eða, eins og kínversku krakkarnir í deildinni hans Óla segja, we enjoy life very much.

Haldið verður vestur til Minneapolis þar sem við munum hitta fyrir hjónin Angie og Justin. Jei jei jei! Á morgun munum við keyra þangað en það tekur um 8 tíma. Við munum stoppa í Madison og borða Nepalískan mat í hádeginu og fá fínt kaffi eða ís til að taka með. Síðan gistum við eina nótt hjá herra og frú Snyder og höldum svo af stað enn vestar en aðalega í norður til the Boundary Waters. Það tekur svona 6 tíma að keyra þangað en það er ekkert mál því þá munum við öll fara í einn mini-van, sem er miklu skemmtilegra en að vera bara með Óla. Djók. En samt, það er það.

Nágrannarnir eru hættir að vökva.

Comments:
Langt síðan ég leit hér við. Skemmtið ykkur vel í kanóferð...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?