1.8.06
Johnny Cash
Núna held ég að ég sé búin að vera optimal lengi í Bandaríkjunum. Það sem lætur mig segja þetta er það að ég er orðin hrikalega hrifin af Johnny Cash. Þessi hrifning byrjaði þegar ég horfði á myndina um hann Walk the Line. Ég horfði meira segja á hana tvisvar. Síðan vaknaði ég í morgun, klukkan sjö með laglínurnar dansandi í höfðinu mínu og ég gat ekkert að gert, og alls ekki sofnað. Núna er ég í skólanum og takk-e-gud og lov að ég er með einkaskrifstofu, ég veit ekki hvort Olga hefði þolað þetta. Ég myndi segja að tónlistastefna Johnny Cash sé blues, upphaf rokksins, svolítið útí folk með áhrifum frá kántrí.