15.8.06
GenCon 2006
Þar vorum við þessa helgina. Algjör nostalgíu ferð fyrir Óla og svaka góð skemmtun fyrir okkur bæði. En fyrir þá sem ekki eru með á nótunum þá er þetta samkoma super-nörda af hæstu gráðu. Þetta er stærsta spila ráðstefna í Bandaríkjunum ef ekki öllum heiminum. Og það er spilað í fjóra daga samfleytt. Hlutverkaspil, borðspil, teningaspil, spil-spil, allskonar spil. Þetta var geðveikt.
Við fórum í eitt roleplay og börðumst við svartálfa og tröll. Síðan spiluðum við settlers, rústuðum fólkinu og ég vann. Fjögur stig í lokaumferðinni! Við prófuðum allskonar spil og kíktum aðeins á EVE. EVE var með lang lang svalasta básinn þarna. Hann var á tvem hæðum og allur svartur og rauður. Í fyrsta lagi var enginn annar með tvær hæðir, og í öðru lagi var enginn annar með BAR á efri hæðinni!! Við Íslendingarnir tókum náttúrulega beina stefnu á barinn og komum okkur vel fyrir. Skildum ekkert í því að þar var varla nokkur hræða. Hittum fyrir nokkra Íslendinga og fengum okkur bjór. Menn voru nú svolítið hissa á að hitta okkur þarna. Síðar áttuðum við okkur á því að þetta var bara fyrir stórjaxlana sem vildu gera bissness díla við EVE-menn. Svona VIP hæð. En, fyrsta skrefið við að vera VIP er að hegða sér eins og VIP. Við höfðum það allavegana svaka huggulegt að skoða EVE spilið og drekka kaldan bjór í þægilegasta sófanum í 7 mílna radíus.
Þetta var alveg súper helgi og næsta ár ætlum við að mæta á fyrsta degi og ég ætla að vera með í settlers-championship-tournament og Óli ætlar að spila þangað við hann verður rauðeygður eins og allir hinir.
Við fórum í eitt roleplay og börðumst við svartálfa og tröll. Síðan spiluðum við settlers, rústuðum fólkinu og ég vann. Fjögur stig í lokaumferðinni! Við prófuðum allskonar spil og kíktum aðeins á EVE. EVE var með lang lang svalasta básinn þarna. Hann var á tvem hæðum og allur svartur og rauður. Í fyrsta lagi var enginn annar með tvær hæðir, og í öðru lagi var enginn annar með BAR á efri hæðinni!! Við Íslendingarnir tókum náttúrulega beina stefnu á barinn og komum okkur vel fyrir. Skildum ekkert í því að þar var varla nokkur hræða. Hittum fyrir nokkra Íslendinga og fengum okkur bjór. Menn voru nú svolítið hissa á að hitta okkur þarna. Síðar áttuðum við okkur á því að þetta var bara fyrir stórjaxlana sem vildu gera bissness díla við EVE-menn. Svona VIP hæð. En, fyrsta skrefið við að vera VIP er að hegða sér eins og VIP. Við höfðum það allavegana svaka huggulegt að skoða EVE spilið og drekka kaldan bjór í þægilegasta sófanum í 7 mílna radíus.
Þetta var alveg súper helgi og næsta ár ætlum við að mæta á fyrsta degi og ég ætla að vera með í settlers-championship-tournament og Óli ætlar að spila þangað við hann verður rauðeygður eins og allir hinir.