19.8.06
EVE
Jæja, þá erum við búin að spila eve-spilið. Og hversu spennandi er það? Það er svo spennandi að ég get varla róað mig niður. Ég var MinMatar og þeir voru ekki nógu sterkir. Allavegana ekki núna, en það er aldrei að vita hvað verður þegar ég verð búin að opna alla booster pakkana sem indælu eve-strákarnir gáfu okkur og kaupa 70 booster pakka í viðbót fyrir öll mánaðarlaunin hans Óla. Það er orðið nokkuð ráðið hvernig félagarnir Leifur og Raggi verja tímanum sínum hérna í Chicago.