21.8.06

Collapse

Núna er ég að lesa um það hvernig siðmenningar liðu undir lok í gamla daga. Eins og til dæmis víkingabyggðin á Grænlandi, Maya siðmenningin og Páskaeyjar. Það er mjög merkilegt finnst mér, og greinilegt að okkar siðmenning er í sama fari og þessar. Núna er tildæmis blaðið fullt af greinum um stríð og stríð og ósætti og vandamál. Ekki er hægt að segja fyrir hvað mun taka við fyrir Líbanon og Ísrael eða Palestínu og Ísrael. Iraq, Pakistan og Afganistan eru líka með mjög óstöðugt ástand og hvað þá Íran. Eitthvað undarlegt er að gerast með Venezúela, þeir eru búnir að fá sig kappsadda og eru farin að vingast við Írani. Hryðjuverka vandamál er í Bretlandi. Maður fær bara sting í magan hvert sinn sem maður flettir. Það er svoleiðis allt í rúst í Afríku að meira segja dagblöðin nenna ekki að skrifa um það lengur. Ég er svo svartsýn á framtíðina að það hálfa væri nóg. En maður getur ekki að því gert. Maður getur ekki lifað gegn sinni sannfæringu. Látið eins og allt sé í lagi. Lifað í blekkingu. Kannski er svona að trúa á Jesú. Eða Muhammed.

Fólk segir "það hefur alltaf verið til fólk sem trúði því að heimsendir væri á næsta leyti." Já, en vissi það fólk eitthvað um hvað var að gerast í næsta héraði við það? Hafði það upplýsingar og gröf um mengun og sjúkdóma? Þetta er vandamál, en vandamálin eru jú til þess að takast á við þau. Ég er svoleiðis alveg hrikalega ósammála biskupnum um það sem hann sagði fyrir nokkru og allir eru að hafa eftir honum. Áhyggjur leiða ekki til neins. Það er bara algjörlega bandvitlaust. Þær leiða jú til þess að fólk geri eitthvað í málunum sem það hefur áhyggjur af. Hvernig heldur hann að heimurinn væri ef allir myndu bara ypta öxlum og hugsa "jah, ég hef áhyggjur af syni mínum, honum gegnur ekki nógu vel í skólanum, en, áhyggjur leiða ekki til neins. Best ég hætti að hugsa um það."

This page is powered by Blogger. Isn't yours?