4.8.06

Afmælisbarn

En það er einmitt ég í dag. Takk fyrir kveðjurnar og afmælisóskirnar. Þetta er hingað til búinn að vera frábær afmælisdagur. Óli reiddi fram dýrindis franskan morgunverð með croissant og allskonar góðgætum og við erum búin að sitja að snæðingi í þrjá heila klukkutíma með hléum fyrir gjafaupptök og spil. Ég fékk spil fyrir tvo, Carcasson, sem er súper og þar sem ég á afmæli leyfði ég Óla að vinna. En núna erum við að fara í LPAC sem er klifurhús á norðurhliðinni með útivegg því hér er sól og blíða eins og alltaf á afmælinu mínu. Síðan ætlum við að rölta aðeins um niðrí bæ og skoða segl skipin sem eru hér í nokkra daga og borða síðan á svaka fancy veitingastað, Salpicon. Uppáhaldið hjá mér þessa dagana er nefnilega nútíma mexíkönsk matreiðsla og þessi staður er með þesskonar eldhús. Svaka spennandi. Hann er ekki ósvipaður Frontera Grill sem við höfum núna farið tvisvar á og því tími til að prófa annan. Jei!!

Comments:
Miðað við allar þínar skemmtilegu og gómsætu lýsingar hlýtur að fara að koma að því að maður skelli sér í heimsókn til Chicago!
 
Til hamingju með afmælið :o)
kv. Fribba
 
Já hvernig væri það! Nú fer hver að verða síðastur. Vonandi.
 
Til hamingju með daginn um daginn :0)

Bestu kveðjur úr sumrinu endalausa

Ásdís & Baldur
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?