25.7.06
Sumarið er timinn...
sem er dásamlegur.
Þrátt fyrir að frí okkar hafi farið fram úr góðu hófi að mati Bandaríkjamanna létum við það ekki aftra okkur við að hafa það notalegt um helgina. Fórum ekkert í skólann bara dúlluðum við bílinn, heimilið og okkur sjálf. Við fórum í hjólreiðatúr á nýju hjólunum, trú þeirri ákvörðun að hjóla um hverja helgi í allt sumar.
Lestina tókum við lengst í suður í lítið þorp sem heitir Matteson því þaðan liggur stígur, þráðbeinn, alla leið til Joliet. Þarna voru áður lestarteinar og því var gróður, smá rönd, báðum megin við teinana sem var óáreittur. Núna er búið að taka teinana og steypa stíg og villtur gróður vex meðfram stígnum, en í því nútímasamfélagi Illinois er villtan gróður hvergi annarstaðar að finna. Næstum því, allavegana. Í gegnum tréin sér maður síðan glitta í villur og suburban hverfi. En þá er um að gera að einbeita sér að jákvæðu þáttunum. Þetta er mýri og það voru nokkur vötn þarna, við settumst við eitt til að borða nestið og það var ekki nema það en að risa cat-fish, á stærð við þorsk! var þar að sprikla. Við sáum líka kanínur og drekaflugur og svo mikið af fuglum að maður var í mestu vandræðum með að hjóla ekki á þá.
Allt í einu hjólum við inn í smá bæ. Það væri nú ekki frásögufærandi nema því hann er eins og bæir voru fyrir 70 árum. Engar keðjur, bara nammi búð með gamaldagsnammi, kjörverslun með gamaldags gosi og gamaldags mat, gamaldags tavern, gamaldags kornturn og ég veit ekki hvað og hvað. Það var bara eins og að einn góðan veðurdag fyrir 70 árum hefði fólk komið sér saman um að þaðanífrá tæku þau ekki við fleiri nýjungum. Alveg stórfurðulegt. En voða sætt.
Þrátt fyrir að frí okkar hafi farið fram úr góðu hófi að mati Bandaríkjamanna létum við það ekki aftra okkur við að hafa það notalegt um helgina. Fórum ekkert í skólann bara dúlluðum við bílinn, heimilið og okkur sjálf. Við fórum í hjólreiðatúr á nýju hjólunum, trú þeirri ákvörðun að hjóla um hverja helgi í allt sumar.
Lestina tókum við lengst í suður í lítið þorp sem heitir Matteson því þaðan liggur stígur, þráðbeinn, alla leið til Joliet. Þarna voru áður lestarteinar og því var gróður, smá rönd, báðum megin við teinana sem var óáreittur. Núna er búið að taka teinana og steypa stíg og villtur gróður vex meðfram stígnum, en í því nútímasamfélagi Illinois er villtan gróður hvergi annarstaðar að finna. Næstum því, allavegana. Í gegnum tréin sér maður síðan glitta í villur og suburban hverfi. En þá er um að gera að einbeita sér að jákvæðu þáttunum. Þetta er mýri og það voru nokkur vötn þarna, við settumst við eitt til að borða nestið og það var ekki nema það en að risa cat-fish, á stærð við þorsk! var þar að sprikla. Við sáum líka kanínur og drekaflugur og svo mikið af fuglum að maður var í mestu vandræðum með að hjóla ekki á þá.
Allt í einu hjólum við inn í smá bæ. Það væri nú ekki frásögufærandi nema því hann er eins og bæir voru fyrir 70 árum. Engar keðjur, bara nammi búð með gamaldagsnammi, kjörverslun með gamaldags gosi og gamaldags mat, gamaldags tavern, gamaldags kornturn og ég veit ekki hvað og hvað. Það var bara eins og að einn góðan veðurdag fyrir 70 árum hefði fólk komið sér saman um að þaðanífrá tæku þau ekki við fleiri nýjungum. Alveg stórfurðulegt. En voða sætt.